Sem Chelsea fan, þá verð ég að segja að ég er ekki sáttur við þetta og tek undir orð Ranieri:,,Við vinnum ekki´´.
Maður kíkir á næsta leik liðsins og sér að sá leikur er kannski við Man.utd, auðvitað fer meður í skólann og segir að sigurinn sé öruggur en það eru auðvitað ekki allir sammála því.
Á mánudeginum eftir leikinn sem Chelsea hafði unnið kemur maður svo í skólann og spyr svona Man.utd vini sína hvernig leikurinn hafi fari og spyr um lokatölur hans.
Svo kannski á miðvikudegi segir maður að liðið geti alveg unnið lið eins og Charlton.
Fimmtudaginn, daginn eftir leikinn þurfa þá hinir að gorta sig að því hvernig Chelsea geti tapað gegn svona liði.
Svo koma sigurleikir gegn stóru liðunum og töp og jafntefli gegn þeim minni!
Ef einhver sem er Chelsea fan er að lesa þett, veit hann hvernig mér líður.
Af hverju geta Chelsea stundum ekki unnið minni klúbba?