Hér kemur listi yfir heitasta lið ensku deildarinnar að mínu mati (18 leikmenn):

markverðir,
Jerzy Dudek (Liverpool) Frábær markmaður frá Póllandi sem á alla framtíðina fyrir sér. Hefur spilað frábærlega á leiktíðinni en hans helsti galli er að honum tekst oftast ekki að halda boltanum.

Roy Carrol (Manchester United) Roy Carrol sem er frá Norður Írlandi hefur ósköp lítið fengið að spreyta sig með United í ár. Hann hefur þó fengið að byrja inn á í 3 leikjum og stóð sig þeokkalega vel í þeim.

varnarmenn,
Chris Powell (Charlton Athletic) Tvímælalaust besti leikmaður Charlton í ár og að auki hefur hann fengið að spreyta sig nokkuð með enska landsliðinu.

Ashley Cole (Arsenal) Mjög marksækinn varnarmaður sem tekst oft að skora. Cole hefur gert frábæra hluti með Arsenal á leiktíðinni og jafnframt enska landsliðinu.

Sol Campbell (Arsenal) Hefur verið fastamaður í enska landsliðinu í nokkur ár. Hann geggk til liðs við Arsenal fyrir nokkru við mikinn ófagnað stuðningsmanna Tottenham.

Phil Neville (Manchester United) Þessi frábæri knattspyrnumaður hefur fengið að kynnast varamannabekknum of vel. Ég vona að hann muni láta meira á sér kræla í framtíðinni.

Abel Xavier (Everton) Besti leikmaður Everton í ár og hefur verið að gera ágæta hluti með Portúgalska landsliðiinu.

miðjumenn,
David Beckham (Manchester United) Að mínu mati besti leikmaður deildarinnar í dag þó að hann hafi spilað lítið með United undanfarið. Hann var valinn næst besti knattsoyrnumaður heims hjá FIFA nú á dögunum.

Juan Sebastian Veron (Manchester United) Snilldar knattspyrnumaður sem er nýgenginn til liðs við Manchester. Hann spilaði mjög vel í byrjun leiktíðar en það fór svo aðeins að síga á en hins vegar er ég viss um að hann komist aftur í fyrra form.

Patrick Viera (Arsenal) Besti knattspyrnumaður Frakklands og með betri leikmönnum deildarinnar. Viera hefur verið að leika frábærlega síðustu árin og er núna væntanlega á förum frá félagi sínu, Arsenal.

Kireon Dyer (Newcastle) Ég set hann inn í liðið þó svo að hann hafi verið meiddur mest allt tímabilið því að hann er frábær knattspyrnmaður. Það á eftir að verða gaman að fylgjast með honum á HM 2002 því hann mun örugglega sanna sig þar.

Danny Murphy (Liverpool) Mjög efnilegur leikmaður sem á það til að skora gullfalleg mörk. Hann hefur leikið dálítið með enska landsliðinu undanfarið en þá er hann helst á bekknum.

Tomas Gravesen (Everton) Þessi efnilegi knattspyrnumaður fór mjög illa með okkur Íslendinga á Parken í fyrra og hefur fylgt þeim glæsilega árangri ágætlega eftir á leiktíðinni.

sóknarmenn,
Thierre Henry (Arsenal) Þessi ungi snillingur hefur nánast allt sem góður knattspyrnumaður þarf að hafa. Ef hann fær boltann á vallarhelmingi mótherjans er gott að hafa augun opin því þá er þessi maður kominn í ágætis marktækifæri.

Michael Owen (Liverpool) Besti leikmaður Liverpool í nokkur ár og hann skoraði sitt 100. mark með þeim nú á dögungum. Hann er ekki alveg jafn góður og Henry en samt frábær!

Robbie Fowler (Leeds) Þessi stjarna hefur staðið sig mjög vel hjá Leeds síðan hann kom til þeirra. Mér finnst að hann ætti að spila við hlið Owen´s í enska landsliðinu.

Ruud van Nisterooy (Manchester United) Mjög markheppinn leikmaður sem oft er kallaður “Hollendingurinn fljúgandi”.

Craig Bellamy (Newcastle) Ég man ekki eftir jafn snöggum leikmanni síðn Marc Overmars spilaði með Arsenal. Þessi ungi strákurr hreinlega þýtur upp völlinn jafnvel þótt hann sé með boltann!!!


kv. ari218