Íslenski víkingurinn klárlega sterkari manneskja en innflytjandinn frá Krótíu.
En að öllu gamni sleppt að þá var þetta svakalega gróf tækling. Minni ferð á Diaby en á Taylor en á sama gróflega skala.
Vel gert samt að vinna þennan leik. Ætti samt frekar að segja að Bolton tapaði leiknum frekar en að Arsenal unnu hann því að þessi mörk voru öll, eins og Megson sagði, varnarleg mistök og því gefins.
Hvernig fer svo leikurinn á morgun? Liverpool - Everton að sjálfsögðu…
Á Everton góða möguleika á sigri? Ég held að Liverpool vinni leikinn því þeir gera það nú oftast í þessum viðureignum. Meira spennandi fyrir hlutlausa aðilann ef Everton vinnur samt upp á 4. sætis baráttu.
Sjálfur missi ég nú örugglega af leiknum því það eru helvítis fermingar:(
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”