Ferill Eduardos er núna í hættu og hann er aðeins 24 ára! Í það minnsta mun hann missa út leiktímabilið með Arsenal ásamt Evrópukeppninni með Króatíu, guð má vita hvað hann verður lengi frá! Hann brotnaði sko það illa og það á vinstri að ég á erfitt með að sjá hann koma jafngóður til baka :S
Hér er grein frá Vísir.is um verstu meiðsli fótboltasögunnar. Eins og sést þá koma fólk sjaldan vel út úr svona lagað :(
Hvað varðar Martin Taylor þá veit ég ekki hvað á að segja. Það er alltaf hægt að afsaka þetta sem slys en hann einn veit hvort þetta var ásetning eða ekki. En persónulega trúi ég ekki að það sé hægt að fara svona hart í tæklingu (og svo seint) án þess að það sé viljaverk!
Haldiði að Eduardo á eftir að koma jafngóður til baka? Og hvað viljiði svo sjá Taylor í langt bann?
Að lokum vil ég óska Eduardo góðs bata og vona að hann nái að jafna sig að fullu!
Bætt við 23. febrúar 2008 - 17:19
Martin Taylor tæklaði Eduardo það illa að ökklin virtist hreinlega mölbrotinn og að hann hafi hangið saman á skinninu einu.Ég þarf að æla!! xo