Avram Grant knattspyrnustjóra Chelsea og eiginkonu hans var hótað lífláti. Böggull með dufti barst til Grants á æfingasvæði félagsins i Cobbam í suðurhluta London um hádegisbilið í gær og að sögn lögreglunnar var bréf í pakkanum áletrum sem á stóð: Þegar þú opnar þetta bréf munt þú deyja rólega með kvalarfullum hætti.
Æfingasvæðið í Cogham var girt af þegar pakkinn var opnaður af starfsmanni Chelsea en hvorki Grant né liðsmenn Chelsea voru á staðnum enda var liðið að leika gegn Olympiakos í Grikklandi í gærkvöld. Í bögglinum var bréf til Grants þar sem gyðingahatur kom fram og í því stóð að dufið innihéldi banvænt efni. Efnið var rannskað og í ljós kom að það var skaðlaust
Grant er 52 ára gamall Ísraelsmaður sem tók við knattspyrnustjórastarfi hjá Chelsea í stað Portúgalans Jose Mourinho í september.
Bréfið innihélt einnig líflátshótanir í garð eigikonu Grants en hún er þekkt sjónvarpsskona í Ísrael.
http://mbl.is/mm/enski/frettir/2008/02/20/grant_hotad_liflati/
Hvað finnst ykkur um þetta?
Mér finnst þetta bara svo asnalegt, af hverju geta aðdáendur ekki látið þjálfarana og leikmennina vera?