Sorgardagur fyrir unnendur góðrar kannspyrnu og aðdáenda Ronaldo. Ronaldo meiddist í leiknum gegn Livorno í kvöld eftir að hafa verið aðeins þrjár mínútur inná og fréttir úr herbúðum Milan herma að hann hafi skemmt eitthvað (tendon) í hnénu.
Þessi meiðsl eru víst svipuð þeim sem hann lenti í hjá Inter og þar sem Ronaldo var að íhuga að hætta eftir þetta tímabil áður en hann lenti í þessum meiðslum þá er það nokkuð öruggt að hann sé hættur eftir að hafa lent í þessu.
Ég ætla að segja nokkra tengla á myndbönd þar sem hann fer á kostum þegar hann var uppá sitt besta.
http://www.youtube.com/watch?v=roJnmdnqEV8
http://www.youtube.com/watch?v=ooxesOY-ERw
http://www.youtube.com/watch?v=h7Qf5eGdUZs
Mesta rúst allra tíma. Átti að vera víti.
Svo eru til fullt af örðum myndböndum þar sem sýnd eru flott mörk hjá honum í Real Madrid og svo mörkin sem hann skoraði á síðsta tímabili með Milan sem voru mörg hver glæsileg.
Ég vil bara þakka Ronaldo fyrir þessi frábæru tilþrif í gegnum tíðina. Maður beið oft spenntur dögum saman eftir að geta séð leik með Inter til að sjá hvort Ronaldo myndi koma með eitthvað geðveikt trick sem maður gæti reynt að leika eftir.
Hann er að mínu mati einn besti leikmaður allra tíma og pottþétt sá hæfileikaríkasti. Hefði hann ekki meiðst þá væri hins vegar enginn í vafa hver væri besti leikmaður allra tíma.