Ég er ekki alveg sammála, þar sem að Crouch er í fyrsta lagi með ferkantaðann haus, þannig að boltinn hrekkur undantekningarlítið í handahófskennda átt og sú staðreynd að þrátt fyrir að hafa áður á ferlinum spilað flesta leiki með sínu liði þá hefur hann, samkvæmt mínum heimildum (sel það samt ekki dýrara en ég keypti það), aldrei skorað fleiri en 15 mörk á tímabili í deildinni, sem er einfaldlega ekki nóg. Kuyt er betri að mínu mati því að hann býr til meira pláss fyrir þann mann sem er með honum frammi auk þess sem hann opnar líka fyrir miðjumennina.
Eins og hann hefur verið að spila er hann að mínu mati betri en þeir “framherjar” sem við höfum en ekki nógu góður. Ég væri til í að sjá Benayoun eða Babel spila frammi með honum, eða jafnvel að spila 4-4-1-1 með Babel eða Steve G fyrir aftan Torres.
Er gjörsamlega ósammála öllum sem segja að Crouch eigi að spila meira, nema þegar kemur að meistaradeildinni því að þar virðist kallinn geta settann. Finnst að hann ætti að fara í deild þar sem hann fengi meira pláss og væri ekki tekinn jafn föstum tökum þar sem hann ræður einfaldlega ekki við það. Sjáum til ef hann bætir á sig 10-15 kg.
,,Always do sober what you said you´d do drunk. That will teach you to keep your mouth shut" -Ernest Hemmingway