Jæja, þá er einn af stærstu derby leikjum í heimi og einn stærsti leikur ársins á Ítalíu og í evrópu að nálgast.
Á morgun, sunnudag, þá mætast AC Milan og Inter á San Siro.
Milan nýorðnir heimsmeistarar og ætla greinilega að leggja allt kapp á þennan leik þar sem þeir notuðu varaliðið sitt í bikarnum í fyrradag. Þeim hefur ekki gengið nógu vel í deildinni og verða helst að vinna.
Inter virðast hins vegar vera óstöðvandi í deildinni og eru komnir með 7 stiga forystu fyrir umferðina og það verða einhverjir að fara að stöðva þá.
Hvernig spáið þið þessum leik?
Inter eru vissulega sigurstranglegri en það vita allir að AC Milan geta unnið hverja sem er en ég ætla að giska bara á 2-2.
Bætt við 22. desember 2007 - 18:27
Leikurinn er klukkan tvö fyrir þá sem hafa áhuga.
Ef menn eiga ekki kost á að fara á players eða eitthvað svoleiðis þá bendiég á www.myp2p.eu og að downloada Sopcast forritinu. Skrifa bara Sopcast á google. Þá getiði horft á leikinn á netinu.