AC Milan tekur á móti Juventus á San Siro þar sem mætast lið sem hefur gengið illa á heimavelli það sem af er leiktíðar og Trezeguet sem hefur raðað inn mörkum fyrir þá svarthvítu. Spennandi leikur þar og stærsti leikur helgarinnar.
Fiorentina tekur á móti Inter frá Mílanó í Flórens. Fiorentina búnir að sýna ótrúlega seiglu og eitt allra sterkasta lið deildarinnar á þessu ári. Inter núverandi meistarar og sitja á toppi deildarinnar. Margir líkja þessu við Chelsea fárið um árið og kannski eiga þeir bara síðustu leiktíð og þessa og þá fer að halla undir fæti. Sjáum til en þetta verður sóknarleikur á báða bóga þar sem Adrian Mutu hefur farið stóran hjá Fiorentina og Julio Cruz og Zlatan hafa farið hamförum hjá Inter og skora hvert markið á fætur öðru.
Þá eru það Rómverjar sem taka á móti Udinese. Flestir spá Rómverjum sigri í þessum leik en ættu samt að vita að Udinese er með ótrúlega seigt lið og fljóta leikmenn sem geta skapað hin ágætustu færi. Spurning hvort Totti leiki með Roma en Vucinic hefur farið algjörum hamförum meðan Totti hefur verið fjarverandi. Stór leikur þarna á ferð með tveimur skemmtilegum sóknarsinnuðum liðum og hættulegum framherjum og köntum.
Jæja hvernig spáiði svo leikjunum?
ég segi AC Milan 2-2 Juventus
Fiorentina 1-2 Inter
Roma 3-1 Udinese
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA