Margt bendir til þess að Skotinn Alex Mclaish taki við liðinu Glasgow Rangers eftir að fyrr um þjálfari þeirra, Dick Advocaat var rekinn. Mcleish hefur áður þjálfað liðið Hibernian. Rangers menn eru núna 12 stigum á eftir Celtic í skosku deildinni en þeir hafa komið mjög sterkir inn á leiktíðina. Jan Wouters, Luis Van Gaal og Craig Brown hafa líka verið sagðir koma til greina sem nýr þjálfari Rangers en það mun nú sennilega ekki mikið verða úr því. Það er eins og Hollendingurinn, Luis Van Gaal komi til greina sem þjálfari hjá öllum góðum liðum sem vantar þjálfara en fái það starf aldrei. Það er mjög lítið sem bendir til þess að Rangers verði meistrar í ár en betri þjálfari ætti að bæta gengi liðsins.