Veit að þetta er barnalegt en United sannaði það bara í kvöld hverjir eru laaangbestir í þessum Meistaradeildarriðli sem þeir eru í. 12 stig fengin af 12 mögulegum meðan Roma hafa 7 stig af 12.
Roma eru klárlega gott lið en ekki í United-klassa, gaman að sjá breiddina hjá Man U. í byrjun vetrar og þetta lofar svo innilega góðu uppá framhaldið, við spiluðum á hálfum hraða gegn Dinamo Kiev í kvöld en vinnum samt 4-0, ég gæti ekki verið sáttari, þrátt fyrir að Dinamo séu nú ekkert gæðalið. Keppnin var svo sannarlega milli þeirra ítölsku og Man U og það fer hreinlega ekki á milli mála hverjir urðu ofan á.
Ég er að elska þetta, byrjaði mjög innilega að hata Rómverja í fyrri leik liðanna á síðustu leiktíð í 8. liða úrslitum en við kaffærðum þá eins og frægt er í seinni leiknum, 7-1!

Og við erum að skjóta þeim ref fyrir rass og sýna þeim hverjir eru besta lið riðilsins “by far”.

GLORY GLORY!

-danielsmari, united-maður með rauða sál.