erum við að tala um besta leik tímabilsins hingað til????

fáránlegur hraði í leiknum og bæði lið að spila stórskemmtilegann bolta. Mikið um brot og hart spilað en mörkin voru hver öðru glæsilegri. spilið upp að markinu sem Vucinic skoraði var með því flottara sem ég hef séð, ótrúlega hröð skyndisókn með mörgum aðilum sem tóku aðeins eina snertingu og svo meistaralega klárað.

Og Ótrúlega fallega klárað hjá Simone Perrota með að vippa yfir markmanninn og klára síðan færið. Tala nú ekki um Mancini.

En mark kvöldsins fer til Lazio manna fyrir stórkostlega aukaspyrnu í slánna inn sem Bellissimo Doni sem stóð sig frábærlega í leiknum átti ekki blautan séns á að verja. Algjörlega óverjandi og fullkomnaði leikinn algjörlega.


Lazio hefur því miður unnið síðustu grannaslagi en í þetta skiptið sýndum við Rómverjar þeim að við erum með besta og þá alhæfi ég BESTA “off the ball” striker heims þessar mundir að nafni Vucinic. Maðurinn fær ekki dæmda á sig rangstöðu og er með fullkominn hlaup. Skiptum á honum og Eiði Smára í landsliðið og við erum GOGO SET.


3 mörk í 3 leikjum fyrir Vucinic sem stendur sig eins og hetja í fjarveru fótbolta GUÐSINS TOTTI.



FORZA ROMA, ODORE LAZIO
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA