byrjunarlið Rómverja var svona skipað
Markmaður: Doni
Varnarmenn: Marco Cassetti, Philipe Mexes, Christian Panucci, Tonetto.
Miðjumenn: Alberto Aquilani, Daniele De Rossi, Ludovic Giuly, Rodrigo Taddei.
Sóknarmenn: Mirko Vucinic og Francesco Totti
Bekkur Rómverja var skipaður: Ahmed Barusso, Matteo Brighi, Gianluca Curci, Mauro Esposito, Simone Perrotta, Cicinho og Juan
Lið Siena var meðal annars skipað fyrrverandi Boro manninum Massimo Maccarone sem var allra hættulegastur í sóknarleik Siena og fannst mér hann spila þennan leik býsna vel. Við hlið hans spilaði Mario Frick.
Leikurinn var mjög jafn á köflum sem fór ekki vel í mig en Siena liðið kom mér mjög á óvart og voru úrslitin þeim ekki alveg sanngjörn en sannir meistarar vinna að sjálfsögðu svona leiki enda úthaldið og hraðinn í leik Roma gerðu gæfumuninn.
á fyrsta korterinu skorar hinsvegar Aquilani stórkostlegt mark annan leikin í röð og var þetta mark einkar glæsilegt langskot sem var af 22 metra færi í slánna inn. Myndband af markinu er að finna hér neðar í korknum. Er nú Aquilani markahæstur Roma manna með 2 mörk í 2 leikjum.
Eftir markið róaðist leikurinn og var mjög jafn og áttu Siena menn hættuleg skot að marki en Roma beittu stífum skyndisóknum sem reyndu mjög á Manninger í markinu hjá þeim röndóttu. Ekki var skorað meira í fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði hratt og mikil læti á vellinum og náðu Siena menn yfirtökunum í skamma stund en á 83. mínútu skoraði Giuly sitt fyrsta mark fyrir Roma með umdeildu marki sem sést vel að boltinn fer af varnarmanni og til Giuly en Siena menn vildu meina að þarna væri um rangstöðu að ræða. Eftir markið áttu Roma leikinn og vissu Siena menn það þótt þeir játuðu sig ekki sigraða alveg strax.
En í hraðri Skyndisókn Rómverja sem var mjög vel útfærð skoraði kóngurinn Totti þriðja mark Roma manna og kemur þeim í 3-0 rétt fyrir lok leiksins. Aquilani átti þátt í öllum mörkunum og stóð sig eins og hann hafi spilað með A-liði Roma í 10 ár en piltur sá er aðeins 23 ára gamall.
Frábær úrslit fyrir okkur Roma menn og vonandi bara forsmekkurinn á því sem koma skal..
Maður leiksins er án nokkurs vafa hinn rómaði Aquilani sem var til að mynda valinn í hóp Ítala fyrir næstu leiki þeirra í undankeppni EM.
2 leikir eru í erfiða tímabil okkar en þá tekur við
Juventus heima
Fiorentina úti
Inter heima
Manchester United úti <—– er þessi leikur á 18 ára afmælisdegi mínum og get ég ekki hugsað mér betri afmælisdag en ef við myndum vinna þennan leik eða gera jafntefli á OT.
En þangað til næst þá er hér linkur á markið sem Aquilani skoraði fyrir neðan og að sjálfsögðu held ég áfram að skrifa um leiki okkar Roma manna.
http://youtube.com/watch?v=Bfn4QD5G42Y
FORZA ROMA
Bætt við 4. september 2007 - 03:10
http://youtube.com/watch?v=XbIs3lT57Gk
hér má sjá öll mörkin í heild sinni
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA