Ég veit ekki hversu oft maður hefur séð fyrirsagnir á borð við: Fowler er ósáttur, Houiller vill osna við Fowler eða Lazio bíður í Fowler.
Maður trúði fyrstu fréttinni sem maður sá, en eftir því sem maður sá þetta oftar því minni líkur taldi maður að væri að hann myndi fara.
Í gær, kl 23 að staðartíma kíkti ég á soccernet, sem ég geri trilljón sinnum á dag og tel ég hann trausta netmiðilinn.
“Liverpool samþykkir tilboð Leed” og vitnað var í mikilvæga menn innan LFC.
Ég hef aldrei verið mikill Fowler aðdáandi, ekkert þannig hann er poolari og maður studdi hann jafn mikið og aðra poolara. En fyrir mér var hann enginn Guð. Samt kom einhver sérstök tilfinning, fowler að fara. Oki Fowler fer til Lazio, ég fylgist svo lítið með ítalska boltanum að ég hefði alveg sætt mig við það. En Leeds, félagsskapurinn sem hann fær þar. Hann verður byrjaður að lemja kínverja áður en hann veit af.
En ég mun aldrei snú baki mínu við LFC. Hann vildi fara og óska ég honum góðs gengis. Liverpool menn munu sjá eftir honum en ég held að þetta hafi verið það besta sem hann gat gert.
Gangi honum bara vel, en bara ekki jafnvel og þegar hann var bestur hjá LFC.
Fowler, we will miss you