Emil Hallfreðsson er á leiðinni til ítalska úrvalsdeildarliðsins Reggina, hann þarf bara að standast læknisskoðun á mánudaginn og þá er það endanlega frágengið. Hann var einungis búinn að vera hjá norska liðinu Lyn í tvær vikur og búinn að spila einn leik þegar þeir buðu í hann. Þeir byrjuðu að fylgjast með honum í fyrra þegar hann var í láni hjá Malmö í Svíþjóð, vantaði örffættann miðjumann, og núna er Emil á leiðinni þangað.
Held hann sé fyrsti Íslendingurinn sem spilar á Ítalíu síðan Albert Guðmundsson var og hét.