Besti sóknarmaður í heimi
Þetta tal um að Michael Owen sé besti sóknarmaður í heimi fær mann til að hlæja í hvert einasta skipti sem maður heyrir það. Ég er alls ekki að segja að Owen sé lélegur, síður en svo en hann er alls ekki bestur í heiminum. Til að mynda er hann einungis búinn að skora 7 mörk í deildinni á meðan Henry er búinn að skora 12 og Hasselbaink 10. Og að taka Owen framyfir menn eins og Henry, Hasselbaink, Nistelrooy, Ronaldo, Vieri, Kluivert, Morientes, Crespo, Del Piero, F. Inzhagi og fleiri finnst mér alveg útúr kortinu. Ég er alls ekki að tala um að Owen sé lélegur, hann er stórkostlegur framherji en er langt frá því að vera bestur í heimi. En það er sennilega ekki langt í það að hann verði það.