Ég er heitur MAN UTD fan af bestu gerð. Því miður þá hef ég tkeið eftir því(eins og allir þeir sem að fylgjast eitthvað með boltanum) að lið Manchester er með vörn eins og gatasigti, ef ekki verra. ég hef þolað þetta hingað til í vetur en eftir leik Manchesters og hins liðsins(ég held það kallist Rarsenal eða eiithvað þannig), þá get ég ekki hætt að hugsa um þetta og verð að skilja efitr mig einhverjar skoðanir.

Jaap Stam var seldur, ok, kannski ásættanlegt, maður hélt þá að einhver vel frægur og góður yrði þá keyptur. nei nei, Laurent Blanc var fenginn inn í staðinn. Hann getur, með fullri virðingu fyrir honum, ekki neitt.

Wes Brown heldur að hann sé sniðugur, hann heldur útsölu á mörkum í næstum hverjum einasta leik sem hann leikur í.

Neville-bræðurnir eru að standa sig ágætlega en þeir eru á köntunum, það vantar að þeir séu inni á miðjunni. Silvestre er fínn leikmaður, að mínu mati mætti hann spila í hverjum einsta leik.

ég er enn ekki sáttur við það að Henning Berg skyldi vera seldur(ég man ekki hvert hann fór) ég var hrifinn af honum.



Allir þeir sem að eru að hrópa á Barthez, að hann geti ekki neitt með svona stóru liði, Hvað getur hann gert, hann stendur sig frábærlega fyrir utan smá mistök. Við skulum samt ekki gleyma, hann er undir einstaklega mikilli pressu, eins og ég sagði hér fyrir ofan, vörnin er eins og gatasigti. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hann verji öll skot sem að á hann koma. Hann fær á sig fleiri skot úr betri færum en hann getur ráðið við.

já, hér er líka smá komment um Sir Ferguson, hann er með alla þessa world class leikmenn en samt notar hann 4-4-1-1 taktík í meirihluta leikja, hann á frekar að nota 4-4-3-3 ef eitthvað er,

Manchester er eitt af ríkustu félögum í heimi, af hverju getur Sir Ferguson ekki keypt nýtanlegan varnarmann???



Ekki misskilja mig, ég er hrifinn af Manchester og Ferguson, en þetta leiktímabil er út í hött sambandi við leikkerfi og varnarmenn.