Það eru 5 lið sem að ég sé að eigi möguleika á sæti þar á n´sta ári. Grindavík, Þróttur, ÍBV, Fjarðarbyggð og Fjölnir. Ég held að Grindavík komist örugglega upp, Fjarðarbyggð og Þróttur hafa verið á mikilli siglingu en Fjölnir og ÍBV verða að passa sig ef þau ætla ekki að heltast úr lestinni. Ég spái Grindavík Þrótti og ÍBV upp.
Bætt við 1. júlí 2007 - 10:50 (Þetta er að sjálfsögðu mitt álit)
Alveg pottþéttur á því að Grindavík og Þróttur komist upp. Ég vona að Fjarabyggð komist ekki því það er svo mikið bögg að þurfa að fljúga austur. Flott að fá Fjölni upp sem þriðja lið.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”
ssryy það sem ég segjii núna… En pakk eins og þig þoli ég ekki, að vilja bara hafa liðinn á höfuborgarsvæðinu í efstu deild, en engin utan, þetta lýsir í raun bara yfirlætningu og hroka hjáá svona liði eins og þér
Ég vona að Fjarabyggð komist ekki því það er svo mikið bögg að þurfa að fljúga austur.
Vil að Þróttur, Grindavík og ÍBV fari upp en held samt að fjölnir geti vel farið í staðin fyrir ÍBV, þó þeir séu ekki beint með betra lið. einhvern veginn vil ég bara ekki sjá fjarðarbyggð fara upp. held samt að þessi 5 lið sem ég er búinn að nefna verði í baráttunni, verður bara gaman að sjá hver þeirra fara upp…vonandi
Grindvíkingar fara upp held ég alveg örugglega. Hef lítið stúderað gengi þessara liða það sem af er sumri, en mér þætti gaman að sjá Fjölni og/eða Fjarðabyggð spreyta sig eins og eitt sumar í efstu deild, en samt vill maður einhvern veginn frekar sjá ÍBV og Þrótt fara upp svona þar sem það eru lið sem maður er vanari að sjá í efstu deild, svo ég er alveg beggja blands.
En svona til að segja eitthvað segi ég Grindavík - Þróttur - Fjarðabyggð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..