Real Madrid snýst bara um peninga en ekki árángur. Vilja flottann bolta og brellur með mörgum stjörnum ALLT til að selja treyjur í milljónatali!
Ég held að ein helsta ástæðan fyrir að Capello hafi verið rekinn sé að hann klúðraði málunum með Becham og losaði sig við þessar Gallactico og (vildi losna við Raul og fl líka) Þótt það hafi verið sniðugt að losa sig við td menn sem eru á síðasta snúning á borð við Carlos, Ronaldo og Raul þá voru eigendur liðsins sennilega að græða gríðarlega á þessum mönnum gegnum treyjusölu, auglýsingar og annað. Lítið bara á Becham! Hann er búinn að borga upp kostnaðinn við samninginn sinn nú þegar með treyjusölu einni saman! Þar að auki átti hann nóg eftir sem hann sýndi og sannaði í síðustu leikjum real.
Það vantaði ekkert mann í þessa stöðu þegar Becham var keyptur sem segir mér líka að þetta hafi bara verið business (mjög góður reyndar) Figo var á þessari skoðun líka.
Hef lengi litið á R. Madrid sem fyrirtæki og rekið sem slíkt! Þar sem þjálfararnir ráða littlu sem engu og mega varla snerta hár á höfði á stjörnunum sem oftar en ekki standa sig ekki. Þeir mega eiga það að þeir eiga frábæra aðdáendur en mín skoðun er að á bakvið tjöldin sé árángur í öðru sæti en peningar í því fyrsta!