Loksins, loksins, fyrsti sigur tímabilsins kominn :)
Hörku leikur, þótt að Frammararnir hafi verið ívið sterkari (sérstaklega í seinni hálfleik) og fengu þeir nokkur álitleg færi sem hefðu vel getað breyst í mörk. Svo ekki sé talað um það að Igor Pesic misnotaði vítaspyrnu fyrir Frammara :)
Ég var orðinn þreyttur á að sækja hvern leik á fætur öðrum og koma alltaf tómhentur heim - Nú eru strákarnir komnir á bragðið og vonandi fer eitthvað að gerast, sigur á móti Fylki er góð byrjun en ef okkur tekst að leggja KRingana í Vesturbænum í næsta leik… Vá.