Mér þykir afar vitlaust að hafa ráðið Eyjólf Sverrisson sem landsliðsþjálfara til að byrja með, ekki það að ég ætli að segja að hann sé lélegur þjálfari, heldur hefur hann ósköp litla reynslu af því að stýra knattspyrnuliði því hann var með U21 liðið þar á undan og hefur ekki fengið marga leiki, og hann er heldur ekki að fá nógu marga leiki fyrir A-landslið okkar. Ef hann virkilega vill standa í þessu ætti hann frekar að byrja að þjálfa félagslið svo hann fái slatta af leikjum og læri almennilega á þetta. Við þurfum virkilega góðan og reynslumikinn þjálfara fyrir þetta A-landslið okkar. Eini íslendingurinn sem ég mögulega myndi telja nógu hæfileikaríkan í þetta væri Guðjón Þórðarson en hann er bara svo rosalega óstabíll, hann er mjög “unloyal” þannig ég myndi ekki treysta á hann. Mér þætti best að reyna að fá einhvern erlendan þjálfara, einhvern sem hefur virkilega mikla reynslu af þessu, sættum okkur bara við það að það er enginn á íslandi sem er nógu hæfur til að stýra landsliðinu okkar.
Mér þykir sérlega sorglegt að sjá að Eyjólfur hefur virkilega ekki vit fyrir því að segja upp sjálfur, það hefði verið það allra besta sem hann hefði geta gert. Hann á ekki eftir að afreka neitt meir með þetta landslið, 1 sigur og 2 jafntefli í 9 leikjum er alls ekki nógu gott. Svo er ég ósáttur með að KSÍ gera of lítið í því að reyna að fá æfingaleiki til að hópurinn nái að koma sér saman, tveir æfingaleikir á síðasta ári á meðan þeir ættu helst að vera fjórir ef ekki fleiri.
Ég allavegana skora á KSÍ að reka Eyjólf.