Ég veit að Poolarar eru fúlir og bitir og ég svosem skil það ósköp vel, en mark Filippo Inzaghi, öllu heldur, bæði mörkin voru réttilega dæmd.
Það er vissulega hægt að deila um fyrra markið… Hönd í bolta eða bolti í hönd? Hendurnar eru við líkamann og Pirlo tekur spyrnu rétt hjá og setur boltann í höndina á honum. Inzaghi er vissulega klókur leikmaður og það gæti vel verið að hann hafi vitað nákvæmnlega hvað hann var að gera þegar hann “lét” boltann fara í höndina en frá sjónarhorni dómarans var ómögulegt að sjá það. Einnig er ekkert sjónarhorn sem algjörlega sannar það að boltinn hafi farið í höndina á honum. Það gæti einnig verið að tuðran hafi farið af brjóstkassanum.
…Einnig vill ég benda á rangstöðufnykinn sem kom af marki Kuyt upp undir lokin. Umdeilanlegt mark, eins og fyrra mark Milan, en ágætis líkur eru á því að Kuyt hafi verið rangstæður. Hinsvegar, sjónarhorn myndavélarinnar var þannig að það er líka möguleiki á því að Seedorf hafi einfaldlega spilað Kuyt rangstæðan.
Fnykur af báðum þessum mörgum en þegar uppi er staðið, þá gerði dómarinn vel og dæmdi þennan leik alveg ágætlega þótt hann flautaði hann af full snemma.
Bæði lið börðust og bæði lið sköpuðu sér færi, Milan nýttu sín betur og unnu því leikinn… Þetta gerist ekki einfaldara.
Bætt við 23. maí 2007 - 21:30
Einnig ætla ég að sýna karakter og éta helminginn af hattinum mínum hvað þennan kork varðar: http://www.hugi.is/knattspyrna/threads.php?page=view&contentId=4860893
Ég stend fastur á þeirri skoðun minni að Liverpool hafa oftar en ekki spilað slakan bolta á tímabilinu en það er þó greinilegt hvort liðið var sóknarlið og hvort liðið var varnarlið í leiknum í kvöld.