Svekkjandi tap. Sérstaklega svekkjandi þar sem að Manchester United skoruðu löglegt mark í framlengingunni sem að sjálfsögðu hefði átt að standa.
En það þýðir ekki að fara í fýlu. Chelsea stóðu sig alls ekki illa í leiknum og þótt þeir voru heldur betur að detta niður um gír í framlengingunni þá var Drogba klókur að venju.
Súrt að tapa, en mínir menn tóku titilinn sem mestu máli skiptir (Enskir meistarar) og því get ég ekki annað en verið sáttur með tímabilið í heild sinni.
Harður og almennt jafn leikur þar sem Chelsea enduðu sem sigurvegarar. Til hamingju.