Byrjum á enska boltanum:
West Ham náði að redda sér með marki Tevez í 1-0 sigri á Man Utd. Tilgangslaus leikur fyrir síðarnefna aðilann en mjög mikilvægur fyrir þann fyrrnefnda.
Chelsea gerði jafntefli við Everton 2-2. Chelsea þurftu heldur ekki að gera neitt en Evrton hefðu getað endað í 5-7. sæti ef mér skjátlast ekki. Sáttir væntanlega með það 6.
Arsenal mistókst enn og aftur að komast fyrir ofan Liverpool með því að gera markalaust jafntefli við Portsmouth. Liverpool gerðu jafntefli gegn fallliðinu Charlton 2-2 og finnst mér frammistaða Liverpool og Arsenal í seinustu leikjunum alveg fáranleg.
Seinasta markverða úr þessari deild er að Wigan hélt sig uppi með sigri á Sheffield United og sló þá þar með niður um deild á markamun.
Ég er mjög sáttur með hvernig þessi deild endaði. Mínir menn unnu og 3 af leiðinlegustu liðunum féllu.
Íslenski boltinn:
Tveir leikir búnir þegar ég skrifa þetta. Í gær unnu FH ÍA uppá Skaga sanngjarnt 3-2. ÍA fengu að mínu mati óréttlátt víti þar sem þetta var leikaraskapur. Þórður Guðjóns skoraði, mér leyfist að segja þetta þó þetta hafi verið fyrsti leikurinn, eitt af mörkum mótsins. Tjippaði yfir markmanninn í sláin-stöngin-inn.
Fram náðu svo áðan í ósanngjarnt jafntefli gegn Valsmönnum með því að jafna í lokin. Lokastaða 1-1. Tölfræðin í þeim leik lýgur ekki.
Hvernig fannst svo mönnum hérna um þetta allt saman?
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”