Jæja, þá voru Rauðu Djöflarnir að leggja City í ágætis leik sem einkenndist þó fyrst og fremst að þreytu United manna og óöryggi City manna.
Þó voru úrslitin sanngjörn enda United alltaf líklegri og Ronaldo klárlega felldur inn í teig og fékk hann því réttilega dæmda vítaspyrnu sem hann skoraði úr og tryggði United sigur, 0 - 1.
City fengu einnig vítaspyrnu undir lokin, en Van Der Sar varði frá Darius Vassell. Sá vítaspyrnudómur var það hlægilegur að gaman væri að heyra í mönnum sem hafa verið sammála Mourinho í þeim efnum að United geti ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu… Því að ekki einu sinni Cristiano Ronaldo (né Steven Gerrard) hefði getað útfært slíka dýfu fyrir 2 árum.
Bætt við 5. maí 2007 - 13:57
Kannski rétt að taka það fram að Michael Ball fiskaði vítið, en Vassell tók það.
Einnig getur Ball talið sig heppinn, enda hefði hann átt að vera rekinn af velli á 2. mínútu þegar hann, af ásettu ráði, setti fótinn í magann á liggjandi Ronaldo.