Kenyon styður Ferguson
Peter Kenyon, forstjóri Manchester United, fullyrðir að yfirvofandi brotthvarf Sir Alex Ferguson sé ekki ástæðan fyrir slæmu gegni liðsins á þessari leiktíð.Bæði Massimo Cragnotti, forstjóri Lazio, og Tommy Docherty, fyrrum stjóri United, hafa skorað á forráðamenn félagsins að láta Ferguson fara í von um betri tíma.“Ég trú því ekki að yfirvofandi brottför Sir Alex hafi haft nokkur áhrif á frammistöðu okkar inni á vellinum á þessrai leiktíð. Ég hef trú á að það verði sannað í lok keppnistímabilsins,” sagði Kenyon í samtali við Manchester Evening News.“Hver staða er ólík og við erum ánægðir með að hafa náð komist að samkomulagi um starfslok Sir Alex.Ég hef ekki nokkra trú á að það hafi endurspeglast í frammistöðu okkar. Það hefur ekki áhrif á frammistöðu liðsins á seinustu mánuðunum. Ég held að það sé ekki málið.Við teljum málin hafa þróast á besta veg fyrir Manchester United. Það mun sannast að þetta hafi verið það rétta fyrir félagið.”