Fréttin á forsíðu arsenal.is
Enn og aftur er búið að sekta stjórann okkar Arsene Wenger og að þessu sinni um 2.500 pund fyrir að nota orðið lygari um aðstoðardómarann í úrslitaleiknum um Carling bikarinn.

Wenger hefur því verið sektaður þrisvar sinnum á þessari leiktíð fyrir ummæli og gjörðir sínar innan og utan vallar.

Wenger var sektaður um 10.000 pund vegna Alan Pardew atviksins á hliðarlínunni í Nóvember. Wenger var síðan aftur sektaður um 2.500 pund í Apríl fyrir að hafa reynt að ræða aðeins við Steve Bennett dómara í hálfleik í leik Arsenal gegn Portsmouth. Nú hefur Wenger aftur verið sektaður um 2.500 pund. Samtals því 15.000 pund á einni leiktíð sem er nálægt 2 milljónir króna.

Nokkuð góður árangur hjá Wenger, ekki satt

Þessa frétt sé ég aðeins fáeinum dögum eftir að Jose Mourinho kallaði C. Ronaldo lygara. Eeeeen, ekki svo ég viti er gert neitt í málinu, þetta eru nákvæmlega sömu orð og Wenger er sektaður um 2.500 pund eða um 320.000 íslenskar en Mourinho ekki neitt. Ótrúlegt, kæmi mér ekki á óvart ef formaður FA sé vinur Mourinho.

Hvers vegna sleppur Mourinho alltaf við refsingar :@