Er ég eini hérna sem finnst eitthvað bogið við þetta?
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=46834
Að Evra og Neville skuli vera þarna er mesta þvæla sem ég hef séð á þessu tímabili. Þvílíkt bull.
En það eru kannski aðeins of margir Man U leikmenn í hópnum.
Það er samt bull að segja að Arsenal hafi ekki þurft að skera af peningi til leikmannakaupa því að flugfélagið hafi borgað í vellinumSagði það ekki. Kom bara með mótrök við því að Arsenal geta ekki keypt leikmenn því þeir voru að byggja völl. Var aðeins að benda á að þeir höfðu fjárhagslegan stuðning í þeim málum en alltaf er peningurinn í sjóðinum fyrir leikmannakaup.
Annars væri Berbatov aldrei í þessu liði ef Henry og Persie hefðu ekki meiðst. Annars er hann samt búinn að vera fínn.
ef þú ert ekki blindur sérðu að Man U eru ekki búnir að standa sig rosalega vel uppá síðkastið.
Það hefur Van der Sar verið líka. United hafa verið áberandi bestir á tímabilinu og því sjálfsagt mál að þeirra leikmenn staflast upp á þessum lista. Liverpool verið lítið annað en daprir á Englandi og þetta “besta lið” er jú besta liðið á Englandi, þótt Poolararnir séu að sigla áfram í Meistaradeildinni.
Evra hefur verið frábær á tímabilinu og komið sterkur inn, hreint út sagt magnaður og þá sérstaklega í sóknarleiknum.
Einnig hefur Gary Neville verið gríðarlega traustur og skilað mikill vinnu.
Þér finnst kannski að þessi listi ætti einungis að innihalda Liverpool menn en skoðun þín á félaginu sjálfu hefur augljós áhrif á þá skoðun. Staðreyndin er sú að Man Utd. hafa verið bestir og þeir uppskera í samræmi við það.
Leikmenn kjósa þá sem þeir telja bestir, og þeir telja leikmenn United besta.
Ef það er eitthvað vafasamt við þennan lista, þá má setja spurningarmerki við Steven Gerrard. Þessi frábæri leikmaður hefur ekki verið með neina flugeldasýningu á tímabilinu.
DL. Baines (verið stoð og styrra Wigan)