Það verður gaman að fylgjast með liði piacanza í Serie A, Liðið spilar sókndjarfan bolta og er með skemmtilega unga leikmenn í sínum röðum. Takmarkið er auðvitað að halda sætinu í deildinni en nýr stjórnandi. Fulvio Collovati ætlar sér stóra hluti. Það er stór plús að þjálfarinn Walter Novellino skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning.
Framherjinn Nocola Caccia skoraði 23 mörk í Serie B á síðasta tímabili en hann er í nandrólón-banni. Gamlinginn Dario Hubner mun taka stöðu hans en hann setti 17 mörk fyrir Brescia og ætti að geta eitthvað. Félagi hans í framlínunni er Paolo Poggi en honum gekk ekki að finna möskvana með Bari en þar var hann í láni. Parma seldi hann um leið og hann skrifaði undir nýjan samning. Hann notar tímabilið áreiðanlega til að komast í leikform því hann er búinn að verma bekkinn lengi.
Á miðjunni er fyrrum landsliðsmaðurinn Eusebio Di Francesco aðalsprautan. Hann átti í basli vegna hnémeiðsla mestallt síðasta tímabil en kemur nú aftur í gamla liðið sitt og ætti að reynast vel. Guardelben er í markinu en vörnin þarf kannski að styrkjast enn þó Cardone sé kominn frá Vicenza en hann leikur hægra megin.
Brassinn Metuzalem varð fyrsti útlendingur félagsins en hann lék áður með Napoli. Landi hans Amauri fylgdi á eftir og ef hann nær að spila vel með Di Francesco gætu framherjarnir haft úr nokkru að moða.
Það er helst að varnarleikurinn valdi mönnum áhyggjum en þetta er áhugavert lið sem gæti átt eftir að skemmta fólki. Novellino er harðduglegur og undir hans stjórn ætti liðið ekki að falla.
Þeir lenda í svona 14 sæti