Argentínska knattspyrnusambandið (AFA) ætlaði að taka lansliðstreyju 10 alveg úr gildi eftir minningarleik Maradona. Fifa hefur nú bannað þeim að gera það. AFA varð fyrir vonbrigðum við að heyra þetta en samkvæmt reglum FIFA er ómögulegt að hafa lið í númerum 1-23. Mardona sagði hins vegar að ef FIFA vildi banna þeim að leggja peysu 10 á hilluna væri það allt í lagi hans vegna. Hann vill aðeins að Argentískur fótbolti verði einn sá besti í heiminum. “Það skiptir mig engu ef það eru reglur FIFA” sagði hann í blaðaviðtali. Síðasti landsleikur Maradona verður leikur Argentínu gegn World XI en byrjunarliðin í leiknum verða svona:
Argentina: Burgos, Pochettino, Roberto Ayala, Samuel, Zanetti, Almeyda, Sorin, Verón, Maradona, Christían Gonzalez, Claudio López.
World XI: Oscar Cordoba, Ciro Ferrara, Bermúdez, Iván Córdoba, Montero, Nolberto Solano, Mauricio Serna, Juan Roman Riquelme, Enzo Francescoli, Davor Suker, Hristo Stoichkov.