Það sem er glatað, er það að hegna sóknarliðinu þegar það fær aukaspyrnu. Leikmenn þurfa ekki að bíða eftir flautu dómara nema hann taki það sérstaklega fram eða öllu heldur sýni flautuna. Ef þessu yrði snúið við, myndi leikurinn verða hægur og klunnalegur og einfaldlega leiðinlegur.
Markmaðurinn á að þekkja reglur íþróttarinnar rétt eins og aðriri leikmenn.
Að sjálfsögðu ruglar dómarinn leikmenn Lilla örlítið með því að standa þarna. Það að dómarinn standi þetta nálægt boltanum gefur í skyn að boltanum verði ekki spyrnt strax. Vitrast hefði verið að færa sig frá boltanum en það er þó ekkert að þessu marki. Og menn vilja kenna einhverjum um, þá er það hugsanlega dómarinn. Ekki af því að hann gerði einhver tæknileg mistök, hann einfaldlega staðsetti sig frekar heimskulega.