Það verður ekki fjölgað í
tveimur efstu deildum karla eftir þetta sumar, þar sem búið er að fjölga í 1. deild karla. Hins vegar verður fjölgað í efstu og annarri deild karla eftir þetta sumar.
Það verða því 10 lið í Landsbankadeild karla og 2. deild karla í ár, en 12 lið í þremur efstu deildum karla árið 2008.
Í ár mun eitt lið falla úr Landsbankadeild, eitt lið úr 1. deild og eitt lið úr 2. deild karla.
Á móti munu 3 lið fara upp í Landsbankadeild úr 1. deild, 3 lið fara upp í 1. deild úr 2. deild og 5 lið munu fara upp í 2. deild úr 3. deild, en í 3. deild mun auka úrslitakeppni ákvarða hvaða lið endar í 5. sæti (liðin sem komast í undanúrslit komast sjálfkrafa í 2. deild).
Bendi á grein sem ég sendi inn um breytingar sem samþykktar voru á ársþingi KSÍ um síðustu helgi.
http://www.hugi.is/knattspyrna/articles.php?page=view&contentId=4594445