Liverpool blómstrar
Ég er harður Liverpool maður og hef aldrei verið stoltari en akkúrat núna, daginn eftir að við lögðum Dortmund svo glæsilega af velli. Liðið spilaði eins og þær væru bræður, engin eigingirni í gangi, enda uppskárum við tvö glæsileg mörk. Núna eigum við einn eða tvo leiki inni í ensku deildinni, og miðað við undanfarið gengi ættum við að vinna þá, og þá eru mínir menn búnir að toppa deildina! Næsti leikur Liverpool er gegn sjálfum Man Utd sem að hafa hreinlega verið sofandi í byrjun leiktíðar, og ég held að Liverpool geti ekki annað en unnið þennan leik, öll stemmning er okkar megin, það virðist engin samheldni vera í þessu Manchester liði lengur og menn keppast við að drulla á hvorn annan á almannafæri! En ég er ekki að skrifa um það, við upphaf leiktíðar skrifaði ég tvær greinar (undir öðru notendanafni að vísu) önnur hét \“United að skíta á sig\” og hin \“Liverpool verða meistarar\”. Það voru lítil viðbrögð sem þetta vakti og Man Utd menn kepptust við að hrópa ókvæðisorðum að mér og sömu menn vildu hrekja spár mínar um velgengni Liverpool, þá segi ég bara LÍTIÐ Á STÖÐUNA Í DAG! Leitt var það að vísu að Marcus Babbel þarf að öllum líkindum að hætta knattspyrnuiðkun, en Stephen Wright virðist vera hörkuvarnarmaður (þrátt fyrir að vera næstum jafn ljótur og Luke Chadwick) Núna endurtek ég fyrri spá mína og segi að Liverpool verði englandsmeistari! hver sá sem vill mótmæla og getur fært rök fyrir máli sínu er það guðvelkomið! Drottinn blessi Vladimir Smicer.