loksins eftir áratugs bið er mitt lið aftur komið í gang, "unnum2 deildina í fyrra og erum á góðri leið með að taka hana líka í ár, og loksins er adriano farinn að skora aftur:D
Hvað meinaru með þessu? Það er ekki eins og það sé eitthvað því að þakka að Juventus sé í Seria B að Inter sé að spila vel. Þrátt fyrir að þeir séu þar þá er ekkert auðvelt að sigra öll hin liðin. Þeir eru sko komnir með þrettán sigurleiki í röð. Ég held að Inter menn myndu vilja hafa Juventus í efstu deild akkúrat núna því þeir myndu bókað vinna þá. Þótt þeir hefðu ekki selt alla þessa menn.
Bætt við 24. janúar 2007 - 00:51 ég meina ekki að þeir myndu bókað vinna þá, heldur að þeir væru bókað fyrir ofan þá.
Ertu Heimskur Þeim að kenna að muta domurum til að vinna leiki algjörir halfvitar þetta a ekki að sast i fotbolta. SVO EITT EG HEF ALLTAF HATAÐ JUVENTUS SIÐAN EG BYRJAÐI AÐ FYLGJAST MEÐ ITALSKA BOLTANUM
rólegur félagi.. hef kannski ekki verið mjög mikið inní ítölsku deildinni í vetur en ég fylgdist mikið með Juve á seinustu leiktíð og Zlatan og Viera stóðust engan vegin undir væntingar. Zlatan kann ekki að spila boltanum og Viera er orðinn gamall og hægur.
Inter er að spila ágætlega í ár en það væri bara grín ef þeir vinna ekki deildina miðað við hópinn sem þeir eru með og hversu mikinn pening þeir eyddu í leikmenn í sumar.
Vieira er nú að gera góða hluti hjá Inter þó hann sé gamall og hægur ;).. En já Inter, mínir menn loksins að sýna hvað í þeim býr og minn maður Adriano finally byrjaður að skora aftur eftir hræðilegt ár. Deildin er pottþétt hjá þeim á meðan menn eins og Stankovic, Cambiasso og ZLatan og fleiri halda áfram að spila eins vel og þeir hafa verið að gera.
Inter er með mjög fáa veikleika eins og er í dag. Mjög traustur hópur hjá þeim og það þyrfti stórslys ef þeir tapa scundettunni. Ég hlakka þó til að sjá Roma taka á þeim næsta sunnudag. Vonandi að Totti geti töfrað eitthvað og gera einhverja samkeppni um deildina.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..