fimm íslensk mörk í leikjum dagsins
Rosenborg tryggði sér í dag norska meistaratitilinn í knattspyrnu tíunda árið í röð með stórsigri, 2-6, á Brann á útvelli og varð þar með stigi á undna Lilleström á toppnum. Árni Gautur Arason stóð í marki meistaranna í leiknum. Gylfi Einarsson skoraði fyrsta mark Lilleström og fór síðan útaf undir lok leiksins þegar liðið vann fallkandidatana í Tromsö 3-1. Töf varð á leiknum undir lokin þegar lítil stúlka fékk boltann í sig og þurfti aðhlynningar við. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark Lyn í 1-3 tapi gegn Bryne sem reddaði sér þar með sæti í umspili um sæti í deildinni. Jóhann Guðmundsson og Helgi léku allan leikinn fyrir Lyn. Veigar Páll Gunnarsson skoraði annað mark Strömsgodset þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Odd. Stefán Gíslason og Veigar Páll komi nbáðir inná í síðari hálfleik fyrir Strömsgodset sem er fallið í 1. deild. Tryggvi Guðmundsson jafnaði leikinn fyrir Stabæk þegar liðið vann Moss 2-1. Pétur Marteinsson og Tryggvi spiluðu allan leikinn fyrir Stabæk en Marel Baldvinsson fór útaf í hálfleik. Andri Sigþórsson skoraði eina mark Molde í 1-1 jafntefli gegn Viking en fór útaf í síðari hálfleik.