Jæja, þá er kynningarmótið í Futsal nokkurn veginn hálfnað og nóg hefur verið skorað af mörkum.
Í þeim 12 leikjum sem búnir eru hafa verið skoruð 169 mörk, sem gerir 14,08 mörk að meðaltali í leik! Ekki slæmt það.

Staðan í deildinni núna er svona:

1. Valur [4 leikir; 4 sigrar; markatala 40-13; 12 stig]
2. Njarðvík [4 leikir; 4 sigrar; markatala 34-10; 12 stig]
3. Fylkir [3 leikir; 2 sigrar, eitt tap; markatala 30-16; 6 stig]
4. KR [3 leikir; einn sigur, 2 töp; markatala 33-34; 3 stig]
5. Grótta [3 leikir; einn sigur, 2 töp; markatala 17-24; 3 stig]
6. Fram [4 leikir; 4 töp; markatala 8-27; 0 stig]
7. Víkingur R. [3 leikir; 3 töp; markatala 7-45; 0 stig]

Framundan er fimmta umferð í Futsal-deildinni um næstu helgi, en þá mætast Víkingur og Fylkir, Njarðvík og Valur, KR og Grótta.
Í þessari umferð er einn stórleikur, sem gæti orðið að úrslitaleik deildarinnar, en sá leikur er viðureign Njarðvíkur og Vals en þar mætast einu taplausu liðin í deildinni. Sigurvegari þessarar viðureignar stendur mjög líklega uppi sem sigurvegari deildarinnar, þó bæði lið eigi tvo leiki eftir þegar þessum leik er lokið.

Njarðvík og Valur mætast í Íþróttahúsinu í Keflavík, laugardaginn 13. janúar klukkan 16:00.
Á sama tíma mætast Víkingur og Fylkir í Víkini.
KR og Grótta mætast svo í KR-húsinu sunnudaginn 14. janúar klukkan 15:00.

Það eru spennandi viðureignir framundan, þó hæst beri að nefna leik Njarðvíkur og Vals, auk þess að endaspretturinn er framundan í deildinni.
Jafnframt fækkar tækifærunum til þess að kynna sér Futsal á mótinu fyrir þá sem hafa áhuga.
Ég hvet alla sem vilja kynna sér Futsal að mæta á leik með opnum huga, flestir eru á þeirri skoðun að Futsal sé skemmtilegri íþrótt en núverandi innanhússknattspyrna.

Bætt við 11. janúar 2007 - 01:08
Afsakið, Njarðvík og Valur eiga einn leik eftir þegar þau hafa spilað á laugardaginn.
Öll hin liðin eiga tvo leiki eftir þegar fimmtu umferð er lokið.
Kveðja,