Þessi rökfærsla að Alonso hafi þegar verið kominn í loftið og þar af leiðandi leikaraskapur er fáránleg! Það stendur enginn heilvita maður í lappirnar og bíður eftir að takarnir fari í sig heldur reynir að hoppa yfir tæklinguna sem hann gerði…Mér þætti gaman að sjá hvað þú hefðir gert í sömu aðstæðum
Rólegur… Dómarinn tók ranga ákvörðun þegar Alonso féll til jarðar. Hann hefði ekki átt að snerta flautuna og láta leikinn halda áfram, enda ekki um brot að ræða. Alonso var ekki felldur, en ekki var hann að leika heldur. Það sagt, hann var farinn að halla sér fram löngu áður en snertingin átti sér stað. Aldrei víti, en heldur ekki gult fyrir leikaraskap.
Þú ert að ruglast á tuddaskap og baráttu. Mikilvægur leikur, enda útsláttarkeppni. Menn leggja sig fram og í hita leiksins verður barist um hvern einasta bolta. Þess vegna er það í höndum dómarans að hafa tökin á þessu. Stöðva brot um leið og þau eiga sér stað og halda leiknum undir sinni stjórn. Arsenal sýndu meiri metnað og uppskaru því sem þeir sáðu.