Lýsingar á fótboltaleikjum Núna var að klárast útsending frá leik Real Madrid og einhvers liðs í neðri hluta spænsku deildarinnar (sorry náði ekki nafninu) en allavega. Real tabaði 3-0 og stóðu þeir sig frekar illa sem liðsheild, hins vegar var einn maðður sem var að reyna en það var David Beckham. Hann var á miðjunni og hann var í því að hirða upp bolta og moka upp skítinn sem liðsfélagar hans skildu eftir. Að lýsa leiknum var Þorsteinn Gunnarsson, hann lýsti Beckham sem hjarta liðsins sem var alveg satt en í lok leiksins sagði Þorsteinn að Beckham hefði ekki staðið sig vel í leiknum en hann kom inná í hálfleik.

Þetta kemur er klassískt dæmi um að halda með þeim sem eru að vinna. Þetta kemur oft fyrir. “Frábær frammistaða hjá þesu liði, þeir spila eins og meistarar og þeir hafa góða breidd og og frábæra vörn og bla bla bla”. Svo í næsta leik þá er talað um liðið og þá er það kanski að tapa og þá hljómar allt “Þetta lið er ekki nógu sterkt til að vera í topp baráttunni, vörnin er ekki nógu stekr og bla bla bla”. Þannig heldur þetta áfram og sami maðurinn getur skipt um skoun á sama liðinu oft á viku.

Er það bara ég eða er þetta algengt ? Hafa aðrir tekið eftir þessu ?