Sir Alex Ferguson segir í samtali við Daily Record að núverandi hópur Manchester United sé sá besti sem hann hafi haft frá því hann tók við taumunum á Old Trafford.

“Þegar við unnum Meistaradeildina þá töluðum við um þroskann í liðinu og sögðum við að það myndi bæta liðið mikið.

”En hópurinn sem við höfum í dag er ábyggilega sá sterkasti sem við höfum haft og við vonumst til þess að hann verði enn sterkari að ári því það eina leiðin í fótboltanum er áfram,“ sagði Fergie.

Ryan Giggs tók undir þessi ummæli Ferguson.

”Það snýst allt um að hafa 20 - 22 sterka leikmenn og ef við horfum til þess þá er þetta örugglega sterkasta liðið sem við höfum haft.

“Við höfum sterkan hóp og þetta eru allt góðir leikmenn sem myndu eflaust komast í hvaða lið sem er,” sagði Giggs.

United mætir Deportivo la Coruna í Meistaradeildinni í kvöld en þeir eiga harma af hefna frá því í leiknum