mig langar að leiðrétt smá misskilning hjá AgnariA með að Liverpool hafi aldrei unnið deildina, þeir eru það lið sem hefur unnið deildina oftast, þeir hafa reyndar ekki unnið síðan efstu deild var breytt úr 1. deild í úrvalsdeildina.
En þeir hafa unnið efstu deild 18 sinnum. Liverpool er sigursælasta enska liðið frá upphafi. Ég held að eini titillinn sem þeir hafa ekki unnið oftast er deildarbikarinn og þar held ég að Arsenal tróni á toppnum, en ég sver ekki fyrir það.
Mér langar líka að koma því að að það er alveg eins gott að sleppa því að skrifa eitthvað heldur en að segja eitthvað eins og Liverpool suckar, Liverpool er best, Arsenal Rúlar osfv. Reyniði frekar að byggja upp umræðu þar sem menn geta skipst á skoðunum og haft gaman af þessu.
En í sambandi við þennan leik þá er það einfalt og það var vitað fyrirfram að liðið sem skoraði á undan myndi að öllum líkindum vinna. Arsenal gerði það og spilaði leikinn með glæsibrag. Það eina sem ég hafði út á Arsenal liðið var hversu mikið þeir vældu, Toure átti alveg móment leiksins þegar Alonso straujaði hann niður full harkalega og dómarinn lét leikinn halda áfram, hann stökk upp öskraði á Alonso hljóp að dómaranum og öskraði eitthvað á eftir honum og svo þegar boltinn var kominn úr leik og dómarinn spjaldaði Alonso réttilega lagðist Toure niður og vældi eins og smástelpa. Þetta var bara rugl, þetta þoli ég ekki hjá leikmönnum, standa í lappirnar nema þú sért meiddur, takið Gerrard, Henry ofl. til fyrirmyndar, þegar þeir fá boltann til sín er undantekningarlítið einhver kominn í hælana á þeim, ekki leggjast þeir niður og væla.
En annars góður leikur þó svo að mínir menn hafi ekki sýnt sitt rétta andlit.
Bætt við 14. nóvember 2006 - 14:15 Fyrir þá sem vilja lesa um titlasafn Liverpool þá er hér upptalning á öllum titlum þeirra.
http://www.liverpool.is/?cat=5&view=articles&aid=66