Er hann að dæma útfrá hversu vel hver og einn er að spila upp á síðakastið?
Það myndi útskýra það að Joaquín er ekki í landsliðinu. Torres kannski líka, þó mér finnist það ekki. En nei. Raúl er ekki í landsliðinu og hann er einmitt í toppformi. Þvílíkur tímapunktur til að hafa Villa, Raúl og Morientes alla saman frammi enda Morientes og Raúl eins og gin og tónik og Villa er náttúrulega Villa.
Hvað er svo varamaðurinn Miguel Angel Angulo svo að gera í þessum hóp sem Raúl, Joaquin og Torres komast ekki í? Pernía kemst heldur ekki í hann en Antonio Lopez er þarna. Fyrir þá sem ekki vita þá er Pernía í byrjunarliðinu í vinstri bak hjá Atl. Madrid en A. Lopez er varamaður.
Svo spurja sumir: Kannski er þetta að virka hjá honum.
Neibb. Tap gegn N-Írlandi og Svíum og samtals 3 stig í þremur leikjum er algjörlega óásættanlegt.
Ég er mikill fylgjandi spænskrar knattspyrnu og held mikið upp á þetta lið og vil ég þennan mann úr starfi.
Eruð þið sammála?
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”