Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort Hugarar á /knattspyrna ætli sér að fylgjast með mótunum eða jafnvel taka þátt í þeim.
Ég vil þó taka það fram að ég er að tala um meistaraflokkana, tímasetningar á mótum yngri flokkana eru ekki komnar á hreint eins og er, en það er í höndum umsjónarfélaga hvers riðils að ákveða. Úrslitakeppni yngri flokkana verður svo eftir áramót.
En niðurröðun Íslandsmót meistaraflokkana er tilbúin og komin á heimasíðu KSÍ þar sem hægt er að skoða hvern riðil í hverri deild fyrir sig.
Tímasetningar á mótum meistaraflokkanna eru eftirfarandi:
1. deild karla Riðlakeppnin er laugardaginn 25. nóvember í Laugardagshöll, keppni hefst kl. 10. Úrslitakeppnin er svo sunnudaginn 26. nóvember í Laugardalshöll og hefst kl. 10.
1. deild kvenna Riðlakeppnin er laugardaginn 25. nóvember í íþróttahúsinu Austurbergi og hefst kl. 14. Úrslitakeppnin er svo sunnudaginn 26. nóvember í Laugardalshöll og hefst kl. 11:40 (áætlað).
Athugið að einungis er úrslitakeppni í 1. deild karla og kvenna
2. deild karla Riðlakeppnnin er sunnudaginn 26. nóvember í íþróttahúsinu Austurbergi og hefst kl. 10 (A og B riðlar spilaðir á víxl og C og D riðlar á víxl).
2. deild kvenna Riðlakeppnin er sunnudaginn 3. desember í Fylkishöll og hefst kl. 10.
3. deild karla A og B riðlar eru laugardaginn 2. desember í íþróttahúsinu Austurbergi og keppni hefst kl. 14. C og D riðlar eru sunnudaginn 3. desember í íþróttahúsinu Austurbergi og keppni hefst kl. 9:30.
3. deild kvenna Riðlakeppnin er sunnudaginn 19. nóvember í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ. Keppni hefst kl. 12 í A riðli og kl. 15:50 í B riðli.
4. deild karla Riðlakeppnin er sunnudaginn 3. desember í íþróttahúsinu á Álftanesi og hefst A riðill kl. 9:30 og B riðill kl. 13:20.
Ég vona að Hugarar muni hafa gaman af innanhússmótunum og sjái sér fært að mæta á eitt af þessum mótum og styðja sitt lið áfram til sigurs.
Bestu kveðjur til allra Hugara.
Kveðja,