David Beckham neitar að fara frá Real Madrid.Hann hefur ekki náð að komastí byrjunarliðið eftir að Fabio Capello fór að þjálfa liðið.Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham sagði í gær að hann væri að íhuga að bjóða Beckham samning og Gordon Strachan, knattspyrnustjóri skoska meistaraliðsins Celtic vildi líka fá hann til liðs.“Ég er ekki í neinum hugleiðingum að fara frá félaginu og það er alveg ljóst að ég fer ekki í janúar eins og sagt hefur verið að,” sagði Beckham við fréttamenn í dag.Beckham er samningsbundinn Madridarliðinu út þessa leiktíð og hafa forráðamenn félagsins sagt að þeir vilji gera nýjan samning við hann. Honum verður frjálst að ræða við önnur félög í janúar með það fyrir augum að ganga til liðs við þau í næsta sumar. Ef lið hyggst fá Beckham í janúar þarf það að greiða fyrir leikmanninn og hafa heyrst upphæðir í kringum 5 milljónir punda.