Þú gerir þér grein fyrir því að þú ert einungis jafn góður og andstæðingurinn leyfir þér. Auðvita skorar eitt liðið með því að hitt gerir mistök. Þannig er það alltaf, í öllum leikjum.
Þú miskilur vítaspyrnu dóminn aðeins. Þegar leikmaður er á svona mikilli ferð innan teigs þá þarf lítið til að taka hann niður enda stutt í að sóknarmaður missir jafnvægið. Maðurinn potaði ekki fast í hann, en það var nóg til að taka hann úr jafnvægi.
Þetta var ósköp venjulegt mark, komst einn í gegn og kláraði.. Hann er ekki svona góður þó góður sé..
Ef það var venjulegt mark, þá var fyrra mark Utd. einnig venjulegt. Van Der Sar hefði átt að slá betur í boltan og beygja honum aftur fyrir endamörk.
Í raun sannar það heimsku og gremju þína ef þú ætlar að kenna heppni um úrslit leiksins. Ekki nóg með að knattspyrna er 70% heppni þá voru Utd. menn talsvert betri út mest allan leikin.
Gravesen gerði mistök, ekki spurning. Leikmenn Manchester United vissu hvernig þeir gátu notfært sér það. Varnarmistökin voru mörg og drjúg hjá varnarlínu Utd. en Celtic mönnum tókst ekki að nýta það jafnvel. Ef bæði lið myndu ekki gera nein mistök þá yrðu engin mörk skoruð, mundu það.