Ég ætla ekkert að vera drulla yfir RÚV neitt heldur frekar benda á eitt sem tengist titlinum.

Þessi frétt sem er á fotbolti.net vildi ég vekja athygli á.
Þið hugsið kannski: Só þetta er bara kvennabolti…

RÚV eru skyldugir til þess að sýna fréttatímann og því er það rétt hjá höfundi þessa pistils að RÚV eigi ekki að vera keppa um sýningarrétti.

Þá kem ég að aðalpointinu.
Vegna þessarar samtaka sem RÚV er í, ríkissjónvarpstöðvar Evrópu, þá sýna þeir næsta HM hvort sem þeir vilja það eður ey. Keppnin verður haldin í S-Afríku og því verða leikirnir á sama tíma og í Þýskalandi, samt örugglega ekki á milli kl. 1-4 vegna hita. Þá lenda sýningartímar ofan á fréttatíma og því verður hálftími allavega cuttaður úr sýningu, auk þess sem allir leikir verða ekki sýndir þar sem RÚV hefur ekki búnað né mannfjölda til þess.

Þið voruð kannski að kvarta vegna of háu verði Sýnar í kringum HM en núna er verðið kannski aðeins skiljanlegra.

Að lokum spyr ég ykkur:
Hvort viljið þið horfa á HM ókeypis nema leikirnir eru helmingi færri og útsendingarnar mun slakari eða horfa á þetta eins og þetta var í sumar?
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”