Steven Gerrard leikmaður Liverpool segir að Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United sé til skammar eftir hegðun sína á HM, gagnvart Wayne Rooney.
Gerrard varð reiður er Ronaldo varð viðriðinn það er Rooney virtist stíga á Portúgalska varnarmanninn Ricardo Carvahlo.
“Því miður þá er svartur blettur á spilamennsku Ronaldo” skrifar Gerrard í sjálfsævisögu sinni sem að birtist í köflum í News of the World.
“Þátttaka Ronaldo í þessu máli gagnvart Rooney er til skammar”
Gerrard lét einnig í ljós óánægju sína með það er Ronaldo veifaði mönnum á varamannabekknum líkt og hann væri að láta vita af því að verkinu væri lokið.
“Það sem að fór mest í alla leikmenn Englands var er Ronaldo veifaði mönnum á bekknum, þetta voru bara skilaboð um það að verkið væri unnið, hvernig getur leikmaður hjá sama félagi gert samherja sínum þetta.
Í rútunni eftir leik spurði Wayne mig að því hvað mér hefði fundist um veifið hjá Ronaldo?
Ég svaraði: í alvöru talað, Wayne ef að við hefðum verið að spila við Spán og samherjar mínir Xabi Alonso eða Luis Garcia hefðu gert mér þetta, þá hefði ég aldrei talað við þá aftur.”
Þegar að Argentínski dómarinn Horacio Elizondo stöðvaði leikinn og lyfti rauða spjaldinu, þá hélt Gerrard að hann væri að reka Portúgalskan leikmann útaf. “Leikmenn eins og Carvahlo eru að skemma fótboltann, ekki Wayne Rooney.
Þetta er æft hjá liðum eins og Portúgal, að hlaupa beint að dómaranum og herja á hann.Ronaldo var þar fremstur í flokki, en þetta er ekki alfarið honum að kenna það voru fimm til sex aðrir leikmenn í þessu.”
Gerrard segir einnig að kokhreysti Englendinga á HM, hafi verið þeim dýrt.
Við erum ekki eins góðir og við höldum, við gerðum okkur seka um of mikið sjálfsöryggi, ég og allir hinir leikmennirnir voru stöðugt að gefa það út að við gætum unnið HM, þetta var heimska.” Coby/Paste af http://gras.is/content.aspx?n=13877&c=1