The boy done real good
Mátti sjá á baksíðu the sun í dag enda mikil ánægja með 3-0 sigur Chelsea á Levski Soffia. Mikil trú var á Eiði Smára fyrir leikinn gegn Levski meisturunum í búlgaríu og ekki versnaði trúin eftir að hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi og tryggði Chelsea sigur. Frank Lampard bætti svo við þriðja markinu á 90 mínútu. Ensku dagblöðin fara fögrum orðum um Eið Smára í blaðinu í dag og á síðum eins og Teamtalk.com, soccernet ofl. Ranieri sagði sjálfur, að Eiður væri ótrúlegur leikmaður og skoraði alltaf mikilvæg mörk fyrir liðið. Eiður vill hinsvegar frekar að fá minna af hrósi og meiri tækifæri í byrjunarliðinu sem segir sig sjálft.