Ég ákvað að skella grein um German Burgos hérna inná því að hann er klárlega einhver nettasti markmaður sem hefur verið til !
German Adrian Burgos er fæddur 16.apríl 1969 í Argentínu. Hann spilaði sinn fyrsta leik í Argentísku deildinni árið 1989 þá með Ferrocarril Oeste. Hann spilaði með þeim til 1993 en þá skipti hann yfir í River Plate. Árið 1999 ákvað hann að fara yfir til Spánar og fór að spila með Mallorca og spilaði þar til 2001 en þá skipti hann yfir í Atletico Madrid og lék þar þar til seinast sem ég vissi af honum ;) held að hann sé hættur þar annars veit ég það reyndar ekki =/
Hann hefur spilað fyrir landslið Argentínu en tilkynnti í nóvember 2002 að hann væri hættur að leika með landsliðinu. Hann var í hópnum hjá Argentínu á HM 2002.
Burgos hefur unnið nokkra bikara í heimalandinu en hann er nú frekar þekktur fyrir að vera mjög skrautlegur karakter. Hann tekur jafnan áhættu milli markstanganna og nýtur samt sem áður fulls traust liðsfélaga sinna. Meðal annars fékk hann einu sinn á sig mark úr aukaspyrnu frá miðju frá kollega sínum Jose Luis Chilavert en þá var Burgos staddur í vítateignum að spjalla við varnarmann sinn.
Hann hefur fengið gælunafnið “apinn” en hann er með mjög stóran faðm einnig er hann nokkuð “loðinn”.
Ég veit að þetta er mjög stutt grein. En ég gat bara ekki betur.
Takk fyrir mig ;)