Fjölgun liða
Það er ekki einungis mín skoðun heldur skoðun flestra þjálfara liða og flestra manna almennt um að það þyrfti að fjölga liðum í símadeildinni. HAfa þau 12 en ekki 10. Þetta mundi lengja tímabilið, ekki eins langt milli leikja, og gera tímabilið skemmtilegra. Eftir spjall við einn þjálfara þá sagði hann að það þyrfti að fjölga liðum í 12 í úrvaldsdeild, 1.deild og 2.deild, það er auðvita alveg út í hött að hafa bara 10 lið í deildinni, ef þið skoðiði t.d. úrvaldsdeildina eins og hún er núna þá væri miklu skemmtilegra hefðu verið 12 lið en 10 þetta er allavega mín skoðun. Ekki finnst mér nóg að fjölga liðum mér finnst einnig að í 1.deild ætti að koma líka nafn leikmanns og fast númer á búninga, mér finnst þetta miklu flottara og þægilegra, þetta er svona í nær öllum löndum, afhvejru ekki að hafa þetta svona hér?