Nú þegar þessi orð eru skrifuð er Man Utd langleiðina búið að losa sig við hollenska varnarmanninn sterka Jaap Stam til Lazio. Þetta lýsir kannski þeim einræðistilburðum stjórans þar sem þolir enga gagnrýni án þess að þurfa að ýfa stélfjaðrinar. Jaap Stam er á þessum dögum að gefa út sjálfsævisögu og mun örugglega græða feitt á þeirri sögu. Allavega selst slúðurblaðið Sun eins og heitar lummur vegna búta sem blaðið er að birta úr sögunni.
Eitthvað hlýtur nú að standa í þessari bók fyrst að Ferguson ætlar sér að losa sig við leikmanninn. Ég meina Stam er nú einn af betri leikmönnum liðsins og þrautreyndur landsliðsmaður. Það litla sem ég hef heyrt að m.a. hafi Ferguson látið þau orð falla að hann vildi að leikmenn sínir létu sig falla við minnstu snertingu í vítateig andstæðinganna. Bagalegt ef fíflið fer að kjafta öllu sem má ekki fréttast.
Lausn: Seljum fíflið og komum einhverjum skandli á hann til að gera hann ótrúverðugan.